Fara í efni

Fréttir

Götusópun 20. og 21. apríl nk.

Mánudaginn 20. apríl og þriðjudaginn 21. apríl verða götur bæjarins sópaðar. Viljum við biðja fólk um að færa bíla sínum af götunum þar sem þess er kostur, svo hægt sé að sópa við kantsteina.

4. stöðuskýrsla bæjarstjóra

Á fundi bæjarstjórnar þann 8. apríl 2020 fór bæjarstjóri yfir hver staða einstakra stofnana er nú daginn fyrir páskafrí. Hér má lesa stöðuskýrsluna í heild sinni. Jafnframt kynnti bæjarstjóri fundapunkta frá fundi í vettvangsstjórn og í aðgerðastjórn sem haldnir hafa verið í þessari viku en aðgerðarstjórn fundar nú einu sinni á dag og vettvangsstjórn Hveragerðisbæjar einu sinni í viku.

Truflun á vatnsveitu þriðjudaginn eftir páska.

Vegna vinnu við nýjar tengingar vatnsveitu í Skólamörk má búast við truflunum og minni vatnsþrýstingi í Hveragerði milli klukkan 9.00 til 12.00 þriðjudaginn 14 apríl.
Getum við bætt efni síðunnar?