Fara í efni

Fræðsluþjónusta Hveragerðis

Hlutverk fræðsluþjónustu

  1. Styrkja og styðja faglegt starf skólanna þannig að innan þeirra sé hægt að leysa flest þau verkefni sem upp koma með ráðgjöf og fræðslu til kennara og starfsfólks.
  2. Styðja og efla samvinnu leik- og grunnskóla í Hveragerði og stuðla að samvinnu skóla og fagfólks á svæðinu.
  3. Styrkja nemendur, foreldra og starfsfólk skólanna. Stuðla að bættri líðan nemenda og efla þá í námi og starfi með hugmyndafræði snemmtækrar íhlutunar.
  4. Stuðla að framþróun í skólastarfi og kynna nýjungar með tilliti til sérstöðu hvers skóla.
  5. Veita uppalendum uppeldistengda ráðgjöf og stuðning.

Fræðsluþjónusta starfar á grundvelli reglugerðar nr. 444/2019 um skólaþjónustu sveitarfélaga við leik- og grunnskóla og nemendaverndarráð í grunnskólum og laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna nr. 86/2021.

Senda gögn til Fræðsluþjónustu Hveragerðis í gegnum Signet Transfer

Fræðsluþjónusta Hveragerðis
Fljótsmörk 2,
810 Hveragerði
Netfang: ritari@hveragerdi.is
S: 483-4000. 

Starfsmenn fræðsluþjónustu

Elfa Birkisdóttir
Deildarstjóri 

Ragnar S. Ragnarsson
Sálfræðingur 

Hrafnhildur Hlín Hjartardóttir
Hegðunarráðgjafi

Sigurdís Erlendsdóttir
Þjónustufulltrúi

 Eyðublöð

Tilvísunareyðublað - Leikskólinn í Hveragerði

Gátlisti - Leikskólar Hveragerði

Tilvísunareyðublað - Grunnskólinn í Hveragerði

Gátlisti - Grunnskólinn í Hveragerði

 

Síðast breytt: 03.10.2024