Fara í efni

Atvinnumál og endurhæfing

VISS vinnu- og hæfingarstöðvar
Íbúar með lögheimili í Hveragerði hafa kost á því að sækja hæfingu, starfsþjálfun og verndaða vinnu á starfsstöðvum VISS vinnu- og hæfingarstöðvar. VISS veitir hæfingu, starfsþjálfun og verndaða vinnu fötluðum einstaklingum 18 ára og eldri sem miðar að því að auka hæfni þess til starfa og þátttöku í daglegu lífi eða á almennum vinnumarkaði.

Aðsetur VISS Vinnu- og hæfingarstöðva:
Gagnheiði 39 | Selfossi
Óseyrarbraut 4 | Þorlákshöfn
Vesturbrún 20 | Flúðum – Vinnustofan Kjallarinn 

Facebooksíða VISS vinnu- og hæfingarstöðvar Selfossi
Facebooksíða Gallerý VISS vinnu- og hæfingarstöðvar Þorlákshöfn
 Facebooksíða vinnustofunnar Kjallarinn VISS vinnu- og hæfingarstöðvar Flúðum

Vinnumálastofnun Suðurlands AMS
Einnig er hægt að sækja um þjónustu Vinnumálastofnunar á Suðurlandi vegna Atvinnu með stuðningi (AMS) á almennum vinnumarkaði. Atvinna með stuðningi (AMS) felur í sér stuðning við fólk sem hefur skerta starfsgetu vegna fötlunar. Það fær aðstoð við að finna heppilegt starf á almennum vinnumarkaði og stuðning við að sinna því. Einnig er hægt að sækja um sértæka ráðgjöf. Vinnumálastofnun er umsjónaraðili vinnusamnings öryrkja.

Þjónusta AMS felur í sér:

  • Þátttöku og þjálfun á almennum vinnumarkaði.
  • Aðstoð við öflun starfa með sömu réttindum og skyldum og almennt gerist.
  • Að færni umsækjanda sé höfð að leiðarljósi en ekki fötlunin.
  • Að úrræði miði að þörfum einstaklings.
  • Að áhersla sé á góða samvinnu við atvinnurekendur.
  • Aðstoð við að mynda tengsl á vinnustað.
  • Stuðning svo lengi sem þörf er á.
  • Að byggt sé upp stuðningsnet á vinnustað.
  • Að markvisst sé dregið úr stuðningi, en ap vinnuveitandi og starfsmaður hafi þó áfram aðgang að ráðgjafa eftir þörfum.

 

Aðsetur Vinnumálastofnun Suðurlands:
Atvinna með stuðningi
Eyrarvegi 27, Selfoss
Sími: 515-4800
Netfang: sudurland@vmst.is / ams@vmst.is

Nánar um AMS á vef Vinnumálastofnunar

Endurhæfing
Einnig er hægt að óska eftir ráðgjöf og leiðsögn til ráðgjafarþroskaþjálfi Fræðslu- og velferðarsviðs Hveragerðis við umsóknir um endurhæfingarlífeyrir til Tryggingarstofnunar ríkisins. Ráðgjafarþroskaþjálfi heldur þá utan um endurhæfingaráætlanir sem miðar að því að koma einstaklingnum út á vinnumarkaðinn. Þjónustan er unnin í samráði við Vinnumálastofnun Suðurlands og þá vinnustaði sem um ræðir.

Síðast breytt: 01.03.2024