Rafveita
Rarik ohf. á og starfrækir Rafveitu Hveragerðis og ber ábyrgð á uppbyggingu hennar í bæjarfélaginu.
Nánari upplýsingar um dreifikerfi rafveitunnar, tengiskilmála og verðskrár er að finna á heimasíðu Rarik.
Allir ljósastaurar í Hveragerði eru í eigu Hveragerðisbæjar og ber Hveragerðisbær ábyrgð á þeim.
Það koma ávalt tveir reikningar fyrir rafmagni. Annar er fyrir dreifingu frá þeirri dreifiveitu sem tilheyrir tilteknu sveitarfélagi. Rarik sér um dreifngu á rafmagni í Hveragerði, og hins vegar er reikningur fyrir rafmagnsnotkun sem kemur frá söluaðila rafmagns. Öllum er frjálst að velja sér söluaðila rafmagns.
Síðast breytt: 18.05.2021