Tónlistarskóli
Hveragerðisbær er þekktur sem listamannabærinn og er lagður metnaður í að bjóða fjölbreytt nám á sviði tónlistar.
Sveitarfélög í Árnessýslu reka í sameiningu Tónlistarskóla Árnesinga sem hefur höfuðstöðvar á Selfossi. Í Hveragerði er rekin deild sem starfrækt er í sérinnréttuðu húsnæði í Grunnskólanum í Hveragerði. Hveragerðisbær er einnig aðili að Tónsmiðju Suðurlands sem hóf rekstur árið 2003. Býðst Hvergerðingum að stunda nám í þeim skóla einnig og fer nám nemandanna fram á Selfossi
Nemendur í tónlistarnámi koma reglulega fram á viðburðum í Hveragerði hvort sem er á tónleikum á vegum skólanna eða við önnur tækifæri.
Allar nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðu Tónlistarskóla Árnesinga og Tónsmiðju Suðurlands hér til hliðar.
Tónlistarskóli Árnesinga
Eyrarvegi 9
800 Selfoss
s.482 1717
tonar@tonar.is
Tónsmiðja Suðurlands
Eyrarvegi 67
800 Selfoss
tonsmidjan@gmail.com