Dýrahald
Í Hveragerði er bæði hunda- og kattahald leyft að uppfylltum skilyrðum sem segir til í samþykktum bæjarins. Hér er hægt að nálgast samþykktir bæjarins hundahald og kattahald.
Umsóknir um leyfi fyrir hunda- og katthaldi fara fram í gegnum íbúagátt
Sækja þarf sérstaklega um leyfi fyrir hunda- og kattahaldi og greiða gjald fyrir skráningu og árgjald. Gjaldinu er ætlað að standa undir kostnaði við málaflokkinn. Í Hveragerði er svæði ætlað fyrir lausagöngu hunda. Er það statt við afleggjarann til Ölfusborga. Hveragerðisbær hefur gert samning við félagið Villiketti sem annast umhirðu villikatta í bæjarfélaginu og er bæjaryfirvöldum til ráðgjafar varðandi kattahald í bæjarfélaginu.
Dýraeftirlitsmaður Hveragerðisbæjar er Kristján Jónsson, annast hann daglegt eftirlit með gæludýrahaldi í Hveragerði í samræmi við samþykktir um hunda- og kattahald Hveragerðisbæjar.
Ómerkt, handsömuð dýr eru auglýst hér á heimasíðunni.
Ef gæludýr eru í óskilum hafið þá samband við Kristján hundafangara í s.822 2299.