Fara í efni

Sumarnámskeið

Menningar-, atvinnu- og markaðsnefnd Hveragerðisbæjar skipuleggur sumarstarf ungmenna í Hveragerði. Námskeiðin eru öll auglýst á  vef bæjarins. Þar má finna upplýsingar um fjölbreytt barna- og unglingastarf sem íþróttafélagið Hamar, Golfklúbbur Hveragerðis, Hestamannafélagið Ljúfur og menningartengd starfsemi bjóða upp á.

Á sumrin er fjör í Sundlauginni Laugaskarði.  Ný þrautabraut (Wibit) verður í lauginni um helgar og hlutar úr brautinni verða opnir á góðviðrisdögum. Fylgist vel með facebook síðu laugarinnar, sundlaugin Laugaskarði. Við hliðina á sundlauginni eru tveir strandblaksvellir sem tilvalið er að prófa. Hægt er að fá lánaða blakbolta í afgreiðslu laugar.

Mikilvægt er að allir taki höndum saman og hugi að öryggismálum í sumarleikjum.  Trampolín eru nokkuð algeng í görðum og er brýnt að foreldrar ítreki fyrir börnum að sýna aðgát og að öryggisnet séu uppsett.  Munum líka eftir hjálmunum í sumar, hvort sem við erum á hjóli, hestbaki, línuskautum eða brettum.

Reynslan hefur sýnt að foreldrar sem taka virkan þátt í lífi barna sinna eru besta forvörnin.  Samvera foreldra og barna er afar mikilvæg og gefast mörg tækifæri til slíkra stunda á sumrin.  Góðar samverustundir fjölskyldunnar búa til góðar minningar.        

Síðast breytt: 03.10.2024
Getum við bætt efni síðunnar?