Fara í efni

Foreldragreiðslur

Reglur um foreldragreiðslur

Sækja skal um foreldragreiðslu í gegnum íbúagátt hér 

1.gr.
Gildissvið.
Reglur þessar gilda um mánaðarlegar greiðslur til foreldra barna frá 12 mánaða aldri sem ekki eru í leikskóla eða hjá dagforeldri en eru búnir að leggja inn umsókn um leikskóladvöl fyrir barnið ásamt umsókn hjá dagforeldri sé dagforeldri starfandi í sveitarfélaginu.

2. gr.
Upphæð greiðslna.
Upphæð foreldragreiðslna er kr. 120.000 á mánuði fyrir hvert barn.

3. gr.
Skilyrði greiðslna og umsóknarfrestur.
Foreldragreiðslur eru fyrir foreldra barna frá 12 mánaða aldri sem ekki eru í leikskóla eða hjá dagforeldri en eru búnir að leggja inn umsókn um leikskóladvöl fyrir barnið ásamt umsókn hjá dagforeldri sé dagforeldri starfandi í sveitarfélaginu.

Foreldragreiðslur eru bundnar því að barn og annað foreldri séu með lögheimili í Hveragerði. Séu foreldrar ekki í sambúð eða hjúskap greiðast foreldragreiðslur til lögheimilisforeldris.

Umsókn skal berast fyrir 25. dag þess mánaðar sem greiðslutímabil foreldragreiðslna hefst. Ekki er greitt afturvirkt vegna umsókna sem berast of seint.

4. gr.
Greiðslutímabil og útborgun greiðslna.
Greiðslutímabil hefst daginn eftir að barn verður 12 mánaða gamalt. Greiðslur eru greiddar eftir á, fyrir 10. dag hvers mánaðar. Ekki eru greiddar foreldragreiðslur fyrir júlímánuð ár hvert.

Greiðslur falla niður frá og með þeim degi er vistun á leikskóla eða hjá dagforeldri hefst. Sé vistunarboði á leikskóla eða hjá dagforeldri hafnað falla greiðslur niður frá og með þeim degi sem barn fær vistunarboð. Við flutning á lögheimili úr sveitarfélaginu falla foreldragreiðslur niður frá og með sama degi.

5. gr.
Gildistaka.
Reglur þessar taka gildi frá og með 1. október 2022. Frá sama tíma falla úr gildi reglur Hveragerðisbæjar um foreldragreiðslur sem samþykktar voru í bæjarstjórn 8. september 2022.

Samþykkt í bæjarstjórn Hveragerðisbæjar 24. nóvember 2022

 

Síðast breytt: 10.07.2024