Fara í efni

Eldri borgarar

Hveragerðisbær leggur metnað í að veita eldri íbúum bæjarfélagsins fjölbreytta og einstaklingsmiðaða þjónustu, bæði innan heimila jafnt sem utan þeirra.  Þjónustan miðar að því að eldri borgarar geti búið eins lengi og unnt er í heimahúsum við sem eðlilegast heimilislíf. 

Þjónusta við eldri borgara er veitt hjá  Velferðarþjónustu Hveragerðisbæjar í samræmi við lög um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 og lög um málefni aldraða nr. 125/1999.

Stefnumótun aldraðra í Hveragerði má nálgast hér.

Félagsleg ráðgjöf

Þjónustan er í formi almennrar og sérhæfðrar ráðgjafar.Unnið er eftir lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 og lögum um málefni fatlaðs fólks nr. 59/1992. Markmið félagslegrar ráðgjafar er tvíþætt. Annars vegar að veita upplýsingar um félagsleg réttindamál og hins vegar að veita stuðning vegna félagslegs og persónulegs vanda.

Frekari upplýsingar á bæjarskrifstofunni í síma 483-4000.

Íþrótta- og tómstundastarf 60+

Heilsuefling 60+
Þjálfari: Rakel Hlynsdóttir
Staðsetning: Skólamörk 6, kjallari Hamarsports

Hægt er að nálgast upplýsingar varðandi tímana inn á facebook síðu hópsins

Sundlaugin Laugaskarð
67 ára og eldri fá frítt í sundlaugina Laugaskarð.
Sundlaugin Laugaskarð

Laugasport - Líkamsræktarsalur
Öryrkjar, ellilífeyrisþegar og framhaldskólanemar fá 12% afslátt.
Eldri borgarar, 67 ára og eldri, búsettir í Hveragerði fá frían aðgang að Laugasporti til kl 15 á daginn.

Félag eldri borgara í Hveragerði
Félagið bíður upp á fjölbreytta dagskrá yfir vetur, vor og haust.
Hægt er að nálgast tímasetningar og vikulegt yfirlit á vef félagsins

Skráning fer fram í gegnum abler appið og hægt er að fá aðstoð við skráningu á skrifstofu félagsins sem er staðsett í Þorlákssetri, Breiðumörk 25b.

Vatnslitahópur, Kóræfingar, Vatnsleikfimi, Gönguhópur, Handavinnuhópur, Félagsvist, Boccia, Ljósmyndahópur, Bridge, Jóga í vatni, Bókmenntahópur, Stólaleikfimi, Opið hús / Kaffispjall, Tréútskurður/tálgun.

Vinaverkefni Rauða krossins
Vinaverkefni Rauða krossins getur verið gagnlegt fyrir þá sem eru félagslega einangraðir og þurfa stuðning og/eða hvatningu til að koma sér af stað í tómstunda- og íþróttastarf.

Hægt er að sækja um að tengjast sjálfboðaliða inn á vef Rauða krossins.

Matarþjónusta

Þeir sem af heilsufarsástæðum geta ekki annast matseld sjálfir né komist ferða sinna án aðstoðar geta fengið heimsendan mat í hádeginu alla daga vikunnar eða tiltekna daga frá Ási, dvalar- og hjúkrunarheimili. Sótt er um heimsendan mat hjá forstöðumanni stuðningsþjónustu og málefna aldraðra í síma 483-4000.

Maturinn er afgreiddur í bökkum og er keyrður heim til viðkomandi um hádegisbil. Hægt er að velja um að fá mat alla daga vikunnar eða tiltekna daga og láta þjónustunotendur sjálfir vita í eldhúsið ef þeir óska ekki eftir að fá mat, síminn í eldhúsinu er 480-2071.    

 

Aksturþjónusta

Akstursþjónustan er ætluð íbúum sem eiga lögheimili í Hveragerði, eru 67 ára og eldri og búa utan stofnana. Þjónustan er ætluð þeim sem hafa ekki aðgang að eigin farartæki.

Þeir sem hafa fengið styrk til bifreiðakaupa frá Tryggingastofnun ríkisins og þeir sem njóta bensínstyrks skulu alla jafna ekki njóta réttar til akstursþjónustu samkvæmt reglum þessum. Um akstursþjónustu eldri borgara sem eingöngu geta komist ferða sinna í sérútbúnum bifreiðum er farið eftir reglum um ferðaþjónustu fatlaðra.

Reglur um akstursþjónustu eldri borgara 

Dagdvöl

Dagdvöl hefur það að markmiði að auðvelda öldruðum að búa sem lengst á eigin heimili og er stuðningsúrræði við þá sem að staðaldri þurfa eftirlit og umsjón til að geta búið lengur heima. Í dagdvöl er boðið upp á mat á heilsufari, þjálfun, tómstundaiðju, félagslegan stuðning, fræðslu, ráðgjöf og aðstoð við athafnir daglegs lífs.

Dagdvöl er rekin í Hveragerði á vegum dvalar- og hjúkrunarheimilisins Áss, hún er staðsett að Hverahlíð 24 og nefnist Bæjarás.

Frekari upplýsingar er hægt að nálgast á heimasíðu þeirra www.dvalaras.is eða í síma 480-2000.

Garðaþjónusta

Hveragerðisbær niðurgreiðir garðsláttur til þjónustuþega stuðningsþjónustu yfir sumarmánuðina. 

Reglurnar eru svo hljóðandi:

1. Tímabil niðurgreiðslu verði frá 15.maí-31.ágúst.
2. Niðurgreiðsla verði 50% af heildarreikningi en þó að hámarki 8.000 kr. fyrir hvert skipti gegn framvísun kvittunar. Hver og einn getur fengið niðurgreiðslu í allt að þrjú skipti á tímabilinu.
3. Þjónustuþegar stuðningsþjónustu Hveragerðis og aðrir sem undirrituð metur þess þurfa fái niðurgreiðslu á garðslætti. 

Félag eldri borgara í Hveragerði

Á heimasíðu Félags eldri borgara í Hveragerði  má nálgast má upplýsingar um allt sem er á dagskrá hjá félaginu

Heimasíða: hvera.net 

Breiðamörk 25b
s. 483-5216
Netfang: torlaksetur@gmail.com

Síðast breytt: 12.12.2024
Getum við bætt efni síðunnar?