Stuðningsfjölskyldur
,,ATH vefsíðan er í uppfærslu"
Fjölskyldur fatlaðra barna eiga kost á að sækja um stuðningsfjölskyldu samkvæmt lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr.38/2018 15.gr.
Stuðningsfjölskylda hefur það hlutverk að taka barn sem um ræðir í umsjá sína í skamman tíma til að létta álagi af fjölskyldu þess. Þörf fyrir þjónustu er metin út frá aðstæðum barns og fjölskyldu. Við matið er horft til fötlunar barnsins og umönnunarþarfar, sem og félagslegra aðstæðna fjölskyldunnar.
Ferli umsóknar um stuðningsfjölskyldu
- Sækja þarf skriflega um stuðningsfjölskyldu. Hægt er að nálgast umsóknareyðublað á bæjarskrifstofu Hveragerðis eða á íbúagátt Hveragerðis.
- Eftir að umsókn hefur verið skilað er hún tekin fyrir á vikulegum fundi Fræðslu- og velferðarsviðs Hveragerðis. Eftir afgreiðslu umsóknar er haft samband við umsækjanda.
- Eftir umsóknir eru samþykktar þurfa aðilar sem ætla að taka að sér hlutverk stuðningfjölskyldu að fara inn á vef Gæða- og eftirlisstofnunar velferðarmála og sækja þar um til að gerast stuðningsfjölskylda.
Hér má lesa um ferli umsóknar hjá Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála.
Hér má lesa lög og reglur um stuðningsfjölskyldur.
Hér má lesa verklagsreglur Þjónusturáðs Suðurlands vegna þjónustu stuðningsfjölskyldna
Síðast breytt: 10.07.2024