Fara í efni

Laus störf

Laust starf í boði við félagslega stoð- og stuðningsþjónustu (liðveisla)

Hveragerðisbær leitar að starfsmönnum til að sinna félagslegri stoð- og stuðningsþjónustu (félagsleg liðveisla) við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Starfið felur í sér að veita félagslegan stuðning sem miðar einkum að því að rjúfa félagslega einangrun þjónustuþega og hefur það markmið að styðja og hvetja til þátttöku þeirra í félags- og tómstundastarfi o.fl.

Stuðningsfjölskylda

Fræðslu- og velferðarþjónusta Hveragerðisbæjar óskar eftir að ráða stuðningsfjölskyldu sem myndi taka barn/börn tímabundið í umsjá sína í þeim tilgangi að létta álagi af fjölskyldum þeirra og veita börnum stuðning og tilbreytingu.
Getum við bætt efni síðunnar?