Fréttir
Góð gjöf til Hveragerðisbæjar
Hveragerðisbær fékk í dag veglega gjöf frá Kvenfélagi Hveragerðis og Kvenfélaginu Bergþóru í Ölfusi. Kvenfélögin afhentu Pétri Markan bæjarstjóra skautbúning til eignar og varðveislu en búningurinn hefur prýtt fjallkonur bæjarins allt frá árinu 1963.
Vaxandi ánægja með þjónustu Hveragerðisbæjar
Ánægja bæjarbúa í Hveragerði hefur aukist á milli ára samkvæmt árlegri þjónustukönnun Gallup. Í flestum þáttum er Hveragerðisbær á pari við landsmeðaltal og yfir því í nokkrum.
Atvinnurekendur ræddu rammaskipulag við Breiðumörk
Á dögunum var boðað til fundar með atvinnurekendum við Breiðumörk og nágrenni vegna rammaskipulags í tengslum við nýtt aðalskipulag Hveragerðis. Rammaskipulag er hluti aðalskipulags sem þverpólitísk nefnd hefur unnið að í samstarfi við öflug ráðgjafateymi.
Getum við bætt efni síðunnar?