Hveragerðisbær er meðal 22ja samstarfsaðila Umhverfisstofnunar sem fengu samtals 3,5 milljarða króna styrk frá Evróðusambandinu til að vinna að fjölbreyttum verkefnum til að flýta fyrir og bæta innleiðingu vatnaáætlunar á Íslandi.
Menningar-, atvinnu- og markaðsnefnd Hveragerðisbæjar hefur lokið við úthlutun á dvöl í listamannahúsinu Varmahlíð fyrir árið 2025. Alls bárust 42 umsóknir og var ákveðið að 16 fengju úthlutun.
Hveragerðisbær leitar að starfsmönnum til að sinna félagslegri stoð- og stuðningsþjónustu (félagsleg liðveisla) við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Starfið felur í sér að veita félagslegan stuðning sem miðar einkum að því að rjúfa félagslega einangrun þjónustuþega og hefur það markmið að styðja og hvetja til þátttöku þeirra í félags- og tómstundastarfi o.fl.