Samningur við Leikfélag Hveragerðis undirritaður
Þjónustuamningur við Leikfélag Hveragerðis var undirritaður á æfingu hjá félaginu í gær. Samningurinn er til þriggja ára og er honum ætlað að efla samstarf bæjaryfirvalda í Hveragerðisbæ og Leikfélags Hveragerðis auk þess að tryggja öflugt menningarstarf í bænum. Stefnan er að sem flestum gefist kostur á þátttöku við uppsetningu leiksýninga og við annað starf félagsins.