Fara í efni

7. og 10. bekkur gera samning við Hveragerðisbæ

Hefð er fyrir því hér í Hveragerði að undirritaður sé samningur 7. og 10. bekkja Grunnskóla Hveragerðis við Hveragerðisbæ. Samningurinn felur í sér að nemendur í 7. bekk sinna umhverfishreinsun í bænum og nemendur í 10. bekk sjá um tiltekin störf í mötuneyti skólanum ásamnt gæslu í frímínútum. Hveragerðisbær leggur til upphæð í ferðasjóði bekkjanna fyrir vinnuframlagið. 7. bekkur mun nýta sjóðinn í sólarhringsferð á Úlfljótsvatn í vor en 10. bekkur heimsækir Skagafjörð í sinni vorferð. 


Síðast breytt: 5. september 2024
Getum við bætt efni síðunnar?