Fréttir
Forsetakosningar 1. júní 2024
Kjörfundur vegna forsetakosninga laugardaginn 1.júní 2024 hefst kl. 09:00 og lýkur kl. 22:00 þann dag í Grunnskólanum í Hveragerði við Skólamörk.
Rekstur Hveragerðisbæjar styrkist
Niðurstaða ársreiknings Hveragerðisbæjar fyrir árið 2023 leiðir í ljós að rekstur bæjarins styrkist á milli ára. Afkoman sýnir að sveitarfélagið er vel í stakk búið til að standa undir skuldbindingum sínum við íbúa sveitarfélagsins, og um leið viðhalda nauðsynlegri innviðfjárfestingu, sem hefur verið í forgangi þetta kjörtímabil.
Bæjarstjórn samþykkir fyrsta áfanga gervigrasvallar
Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum miðvikudaginn 8. maí sl. að hefja uppbyggingu á fyrsta áfanga gervigrasvallar við Hamarshöll á grundvelli tillögu Alark arkitekta. Bæjarstjóra var falið að setja af stað útboð eða verðkönnun og sjá um samningagerð.
Getum við bætt efni síðunnar?