Fara í efni

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna forsetakjörs 1. júní 2024

Mynd://ruv.is
Mynd://ruv.is

Hægt er að kjósa utan kjörfundar á skrifstofu Hveragerðisbæjar við Breiðumörk, Hveragerði.
Opnunartími mánudaga til fimmtudaga kl. 10:00-15:00 og föstudaga kl. 10:00-12:00.

Kjósendur skulu hafa meðferðis persónuskilríki.

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar, á Heilsustofnun NLFÍ, fimmtudaginn 23. maí kl. 13:00-14:00.
Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar, á Ási, dvalar- og hjúkrunarheimili, Hverahlíð 20, föstudaginn 24. maí kl. 09:30-11:30.

Ýmsar nytsamar upplýsingar um framkvæmd forsetakosningana má finna hér á vef landskjörstjórnar.

Einnig er hægt að greiða atkvæði utan kjörfundar hjá embætti Sýslumannsins á Suðurlandi á opnunartíma sýsluskrifstofa, kl. 9:00-15:00.
Afgreiðslutími verður aukinn á skrifstofum embættisins sem hér segir:

  • Hafnarbraut 36, Höfn í Hornafirði:
    Annan í hvítasunnu 20. maí: kl. 10:00-12:00.
    Vikuna 27.-30. maí: kl. 9:00-16:00.
    Föstudaginn 31. maí: kl. 9:00-17:00.
    Kjördagur 1. júní: kl. 10:00-12:00. Vaktsími frá kl. 12:00-16:00. Símanúmer: 862 7095.

  • Ránarbraut 1, Vík í Mýrdal:
    Annan í hvítasunnu kl. 20. maí: kl. 10:00-12:00.
    Vikuna 27.-31. maí: kl. 9:00-16:00.
    Kjördagur 1. júní: kl. 10:00 - 12:00. Vaktsími frá kl. 12:00-16:00. Símanúmer 861 1285.

  • Austurvegi 6, Hvolsvelli:
    Annan í hvítasunnu 20. maí: kl. 10:00-12:00.
    Vikuna 27.-30. maí: kl. 9:00-16:00.
    Föstudaginn 31. maí: kl. 9:00-18:00.
    Kjördagur 1. júní: kl. 10:00 - 12:00. Vaktsími á kjördag frá kl. 12:00-16:00. Símanúmer: 774 3828.

  • Hörðuvöllum 1, Selfossi:
    Laugardaginn 18. maí: kl. 10:00-12:00.
    Annan í hvítasunnu 20. maí: kl. 10:00-12:00.
    Vikuna 21.-24. maí: kl. 9:00-16:00.
    Laugardaginn 25. maí: kl. 10:00-12:00.
    Vikuna 27.-30. maí: kl. 9:00-18:00.
    Föstudaginn 31. maí: kl. 9:00-20:00.
    Kjördagur 1. júní: kl. 10:00-14:00. Vaktsími frá kl. 14:00-16:00. Símanúmer 868-0689.

Hægt er að kjósa utan kjörfundar á eftirtöldum stöðum í umdæminu auk skrifstofa embættisins:

  • Á skrifstofu sveitarfélagsins Ölfuss, Hafnarbergi 1, Þorlákshöfn.
    Opnunartími kl. 09:00 – 12:00 og kl. 13:00-16:00 mánudaga til fimmtudaga. Föstudaga kl. 9:00-13:00.

  • Á skrifstofu Hveragerðisbæjar við Breiðumörk, Hveragerði.
    Opnunartími mánudaga til fimmtudaga kl. 10:00-15:00 og föstudaga kl. 10:00-12:00.

  • Á skrifstofu Hrunamannahrepps, Akurgerði 6, Flúðum.
    Opnunartími mánudaga til fimmtudaga kl. 9:00-15:00, föstudaga kl. 9:00-12:00.

  • Á skrifstofu Bláskógabyggðar 2. hæð í Aratungu, Reykholti.
    Opnunartími mánudaga til fimmtudaga kl. 8:30-16:00, föstudaga kl. 8:30-12:30.

  • Á skrifstofu Skaftárhrepps, Klausturvegi 4, Kirkjubæjarklaustri. Opnunartími mánudaga til fimmtudaga kl. 10:00-14:00, föstudaga kl. 9:00-12:00.

  • Á heimili Pálínu Þorsteinsdóttur að Svínafelli 1 Suðurbæ, Öræfum.
    Opnunartími eftir samkomulagi. Sími 478 1760 og 894 1765.

Kjósendur skulu hafa meðferðis persónuskilríki.

Ábyrgð á atkvæði

Athygli er vakin á því að kjósandi ber sjálfur ábyrgð á að koma atkvæði til skila, kjósi hann utan kjörfundar hjá kjörstjóra utan sinnar kjördeildar sbr. 2. mgr. 76. gr. kosningalaga nr. 112/2021. Fram að kjördegi er kjörstjóra þó skylt, ef kjósandi óskar þess, að koma bréfinu í póst og greiða almennt póstburðargjald undir sendinguna. Kjósandi ber að öðru leyti sjálfur kostnað af sendingu atkvæðisbréfsins.

Nægjanlegt er að koma bréfi með utankjörfundaratkvæði í einhverja kjördeild þess kjördæmis þar sem kjósandinn er á kjörskrá.


Síðast breytt: 17. maí 2024
Getum við bætt efni síðunnar?