Ljósin tendruð á jólatrénu
Jólaljósin voru tendruð á jólatrénu í Lystigarðinum sunnudaginn 3. Desember á fyrsta sunnudegi í aðventu. Það var ískalt í veðri en það kom þó ekki í veg fyrir að börn og fullorðnir nytu stundarinnar saman. Jólasveinarnir stálust til að koma úr Reykjafjalli og skemmtu sér konunglega með krökkunum í garðinum.