Fara í efni

Meirihlutinn í Hveragerði leggur til að Pétur G. Markan verði næsti bæjarstjóri

Meirihluti bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar mun gera það að tillögu sinni að ráða Pétur G. Markan sem næsta bæjarstjóra. Tillagan verður lögð fram á aukafundi bæjarstjórnar á þriðjudaginn kemur, 2. apríl.

Pétur hefur sinnt embætti biskupsritara og stýrt samskiptamálum kirkjunnar og verið sem slíkur hluti af yfirstjórn Þjóðkirkjunnar. Þar á undan var Pétur sveitarstjóri Súðavíkurhrepps og leiddi hagsmunabaráttu sveitarfélaga á svæðinu sem formaður fjórðungssambands Vestfjarða og formaður Vestfjarðarstofu.


Síðast breytt: 26. mars 2024
Getum við bætt efni síðunnar?