Gatnagerð á svæðinu er nú hafin og eru byggingarhæf verklok áætluð nú í júlí. Bæjarstjórn samþykkti þann 7. júní sl. að úthluta nú þegar lóðum við Álfafell, Álfaklett og Breiðamörk.
Félagar í stéttarfélaginu FOSS, Félag opinberra starfsmanna á Suðurlandi, sem starfa í leikskólum Hveragerðis, sundlauginni Laugaskarði og á skrifstofu Hveragerðisbæjar hafa boðað til verkfalls frá og með mánudeginum 5. júní 2023 en FOSS er aðildarfélag BSRB.
Nemendur í Asparkoti í leikskólanum Óskalandi fara reglulega í gönguferðir í nærumhverfi bæjarins. Árlega er farið í heimsókn í gróðurhúsið í Garðyrkjuskólanum og var í ár engin breyting á.
Í gróðurhúsinu er alltaf margt skemmtilegt að sjá, og eru bananar, appelsínur og eðlan alltaf mjög vinsæl. Á leiðinni heim var labbað yfir Varmá og Reykjafoss skoðaður.