Sundlaugin í Laugarskarði er vinsæl sundlaug meðal landsmanna. Margir gestir koma langt að til þess eins að njóta og upplifa einstaka kyrrð sem ríkir á sundlaugarsvæðinu. Emma Lind Þórsdóttir er ein af þessum landsmönnum sem hefur einstakt dálæti á sundlauginn og byggingunni.
Á aðalfundi Íþróttafélagsins Hamars sem haldinn var 26. mars sl. voru veittar viðurkenningar fyrir íþróttamenn deilda ásamt því að krýna íþróttamann Hamars.
Opnun tilboða í verkið „Hamarshöllin Hveragerði – áfangi 1 alútboð“ fór fram fimmtudaginn 23.mars kl. 11:00 á skrifstofu Hveragerðisbæjar að breiðumörk 20.
Í leikskólanum Óskalandi er lögð rík áhersla á að börnin fái að kynnast umhverfi sínu og náttúru. Nærumhverfi leikskólans er sannarlega margbreytilegt og býður upp á fjölmörg tækifæri, hvort sem er til rannsókna og uppgötvana, eða bara til að njóta.
Fræðslu- og velferðarþjónusta Hveragerðisbæjar óskar eftir að ráða stuðningsfjölskyldu sem myndi taka barn/börn tímabundið í umsjá sína í þeim tilgangi að létta álagi af fjölskyldum þeirra og veita börnum stuðning og tilbreytingu.
Markmið íbúakönnunarinnar er að stuðla að opnu og upplýsandi samráði við stefnumótun fyrir bæjarfélagið. Íbúakönnunin er opin frá 16. mars til 26.mars.