Syndum er heilsu- og hvatningarátak sem er öllum landsmönnum opið. Markmiðið er að hvetja almenning til að hreyfa sig oftar og meira í sínu daglega lífi.
Mánudaginn 30 október milli 8:00 og 18:00 verður unnið að tengingu fráveitu við Bláskóga 9. Tafir geta orðið á umferð en hægt verður að aka beggja vegna að verkstað, þ.e. frá Heiðmörk eða frá Varmahlíð/Hverahlíð.
Eftir 1. nóvember gefst húseigendum tækifæri á að breyta fyrirkomulaginu á sorptunnum hjá sér og verður hægt að óska eftir því á rafrænu umsóknarblaði inni á íbúagátt Hvergerðisbæjar.
Með nýju hringrásarlögunum er sveitarfélögum skylt að breyta fyrirkomulagi sínu við gjaldheimtu vegna sorpmála og að óbreyttu mun eftirfarandi taka gildi um næstu áramót
Íbúum Hveragerðisbæjar gefst kostur á að senda inn tillögur vegna fjárhagsáætlunargerðar fyrir árin 24-27.
Ábendingar geta snúið að nýjum verkefnum sem bærinn ætti að sinna, verkefnum sem leggja þarf áherslu á í starfsemi og eða tillögur til hagræðingar.
Eftir 1. nóvember næstkomandi verður hægt að óska eftir breytingum á tunnufyrirkomulagi á þar til gerðu eyðublaði inni á Íbúagátt Hveragerðisbæjar.
Á næstu dögum munum við kynna betur þær breytingar sem hægt verður að gera og að auki nýtt fyrirkomulag við gjaldtöku.
Íbúafundur um nýtt kerfi úrgangsflokkunar var haldinn á Hótel Örk á dögunum þar sem fulltrúar frá Íslenska Gámafélaginu kynntu tilhögun þessa nýja kerfis.
Það leiðinlega atvik átti sér stað að í nótt var brotist inni í þjónustuhúsið í Hveragarðinum og verðmætum stolið. Hurðin var spennt upp og skemmd, tölvum, peningum og minjagripum stolið.