Fara í efni

Meira um sorpmál - Næstu skref

Mynd/unsplash.com/@sigmund
Mynd/unsplash.com/@sigmund

Fjögurra tunnu kerfið og nýju hringrásarlögin

Nú ættu flest allir húseigendur að vera komnir með fjórðu tunnuna. Hveragerðisbær þakkar íþróttafélaginu Hamri kærlega fyrir sína aðkomu við dreifingu á fjórðu tunnunni um þar síðustu helgi.

  • Ef húseigandi hefur ekki fengið fjórðu tunnuna þá má senda fyrirspurn á mottaka@hveragerdi.is – einnig ef aðrar spurningar vakna
  • Þar sem fyrir voru tvær tunnur fyrir pappír/plast, verða þær tunnur endurmerktar. Það má búast við að sú endurmerking taki tíma, a.m.k. 1 - 2 vikur. 
  • Bréfpokar undir lífrænt sorp verða teknir upp síðar - Maíspokar notaðir þangað til.

Breytingar á gjaldtöku munu taka gildi um áramótin 2024

Með nýju hringrásarlögunum er sveitarfélögum skylt að breyta fyrirkomulagi sínu við gjaldheimtu vegna sorpmála og að óbreyttu mun eftirfarandi taka gildi um næstu áramót:

  • Innheimt verður fastur kostnaður 15.000 kr. Hvert heimili borgar það gjald óháð tunnufyrirkomulagi.
  • Innheimt verður breytilegur kostnaður – hann ræðst af tunnufyrirkomulagi hjá hverjum húseiganda – hér má sjá ósamþykkta gjaldskrá og verð því leiðbeinandi 
  • Gjaldtaka verður á Gámasvæðinu.
  • Grenndarstöðvar verða gjaldfrjálsir, þ.e. kostnaður við þær er í fastagjaldinu – ATH þar verður ekki hægt að losa sig við pappír, pappa, pappír, heimilissorp eða lífrænt sorp.

Breyting á fyrirkomulagi á sorptunnum

Eftir 1. nóvember gefst húseigendum tækifæri á að breyta fyrirkomulaginu á sorptunnum hjá sér og verður hægt að óska eftir því á rafrænu umsóknarblaði inni á íbúagátt Hvergerðisbæjar.

Fleiri valmöguleikar  varðandi fyrirkomulag á sorptunnum eru í boði en gefið eru upp í bæklingi sem borinn var í hús. Fyrir utan leið A og B sem komu þar fram er t.d. hægt að óska eftir öllum tunnunum sem spartunnum (140L í stað 240L) eða pappír og pappa (140L) og tvískiptri tunnu fyrir lífrænt og heimilissorps.

Einnig verður hægt að samnýta fjögur ílát með nágrönnum en þá skiptist breytilegi kostnaðurinn á milli heimila en hvert heimili borgar fastagjaldið eftir sem áður.

Dæmi um kostnað frá og með 1. Janúar 2024 - kostnaður per ár – ATH að gjaldskrá er ósamþykkt og er hér því um leiðbeinandi verð að ræða að sinni.

Standard pakkinn

Fastur kostnaður kr. 15.000.-
Blandaður úrg 240 l kr. 40.000.-
Pappír 240 l kr. 5.000.-
Plast 240 l kr. 5.000.-
Lífrænt 140 l kr. 5.000.-

Samtals kr. 70.000.-

Minni Blandaður úrgangur.

Fastur kostnaður kr. 15.000.-
Blandaður úrg 140 l kr. 22.000.-
Pappír 240 l kr. 5.000.-
Plast 240 l kr. 5.000.-
Lífrænt 140 l kr. 5.000.-

Samtals kr. 52.000.-

Tvískipt tunna

Fastur kostnaður kr. 15.000.-
Blandaður úrg/lífrænt tvískipt kr. 32.000.-
Pappír 240 l kr. 5.000.-
Plast 240 l kr. 5.000.-

Samtals kr. 57.000.-

  • Kostnaður heimili í Hveragerði fyrir árið 2023 var kr. 46.200
  • Raunkostnaður fyrir árið 2022 var 83.182 kr.
  • Hveragerðisbær hefur því niðurgreitt raunkostnað við sorpmál hvers heimilis fram að þessu.

Aðrar upplýsingar

Íbúafundur var haldinn með fulltrúum Íslenska Gámafélagsins á Hótel Örk þann 4. október.

Á vef Umhverfisstofnunar má finna haldbærar upplýsingar um hvað þessar nýju lagabreytingar þýði fyrir almenning og atvinnulífið í landinu.

Alþingi


Síðast breytt: 30. október 2023
Getum við bætt efni síðunnar?