Fara í efni

Fréttir

Þjófnaður og skemmdarverk í lystigarðinum!

Ítrekað hafa verið unnin skemmdarverk á ljósum og rafbúnaði garðsins og einnig stolið talverðu af ljósum. Það er ljóst að ef þetta heldur áfram mun ekki verða hægt að halda úti þessum skemmtilegu og fallegu skreytingum sem lífga svo upp á skammdegið.

Umhverfishreinsun og aðstoð við skólastarf

Samningur um umhverfishreinsun var undirritaður milli Hveragerðisbæjar og 7. bekkjar Grunnskólans í Hveragerði sl. mánudag, 13. nóvember. Á sama tíma var undirritaður samningur við 10. bekk skólans um aðstoð við skólastarf.

Grindvíkingar í Hveragerði

Bæjaryfirvöld hvetja þá Grindvíkinga sem eru í Hveragerði að hafa samband við Hveragerðisbæ á netfangið mottaka@hveragerdi.is eða í síma 4834000 .

Undirskriftasöfnun vegna óska um borgarafund

Undirskriftasöfnun vegna óska um borgarafund er varðar íþróttaaðstöðu í Hveragerði. Bæjarstjórn Hveragerðis hefur samþykkt undirskriftasöfnun í samræmi við reglugerð nr. 154/2013. Ábyrgðaraðili söfnunarinnar er Íris Brá Svavarsdóttir.

Unnið að tengingu vatnsveitu við Grunnskólann í Hveragerði.

Unnið verður að tengingu vatnsveitu við Grunnskólann í Hveragerði 1. nóvember 2023 frá 10:00 til18:00. Raskanir á starfsemi vatnsveitunnar ættu að vera minni háttar en þó gætu orðið truflanir á þrýstingi á meðan vinnu stendur.  
Getum við bætt efni síðunnar?