Í tilefni að degi leikskólans hafa verið settar upp sýningar á listaverkum barna frá leikskólum bæjarins í Sunnumörk, í gluggum bæjarskrifstofunnar á Breiðumörk 20 og hjá heilsugæslunni.
Snjómokstur og hálkuvarnir í bænum eru samkvæmt ákveðinni forgangsröðun. Miðað er við að moka fyrst þær leiðir sem liggja að grunnskólum og leikskólum.
Ásamt Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu og Húsnæðis og mannvirkjastofnun hefur Samband íslenskra sveitarfélaga farið af stað með innleiðingarverkefni þar sem markmiðið er innleiðing á kerfi innheimtu vegna meðhöndlunar úrgangs sem nefnist Borgað þegar hent er kerfi.
Í dag fór fram undirskrift samnings sem Hveragerðisbær gerir við nemendur í 7. og 10. bekkjum í grunnskólanum. Samningurinn felur í sér að nemendur 7. bekkja sinna umhverfishreinsun í bænum og nemendur 10. bekkja sinna ákveðinni vinnu í mötuneyti skólanum ásamnt gæslu í frímínútum.
Almannavarnanefnd Árnessýslu kom saman til fundar. Fyrir liggja upplýsingar um að flestar ár á Suðurlandi séu ísi lagðar og að líkur eru á að lægð gangi yfir landið á föstudag með nokkrum hlýindum og úrkomu.
Auglýsing eftir bjóðendum í nýja Hamarshöll hefur verið sett í loftið á útboðsvef og á næstu dögum birtast útboðs auglýsingar í Dagskránni og í Fréttablaðinu.