Fara í efni

Fréttir

Hvergerðingar á Mannamótum Markaðsstofanna

Mannamót Markaðsstofa landshlutanna var haldið í Kórnum í Kópavogi í gær, 18. janúar. Mannamót eru haldin í janúar hvert ár í þeim tilgangi að ferðaþjónustuaðilar á landsbyggðinni fái tækifæri til að kynna sig og sínar vörur og þjónustu fyrir ferðaþjónustuaðilum á höfuðborgarsvæðinu.

Upplýsingamiðstöðin opnuð að Breiðumörk 21

Upplýsingamiðstöð Hveragerðis mun verða opnuð að Breiðumörk 21 á næstu dögum. Þar verður hún tímabundið staðsett meðan uppbygging í Hveragarðinum stendur yfir en áætlað er að þar verði Upplýsingamiðstöðin til frambúðar.

Upptaktur fyrir 5.-10. bekk á Suðurlandi

Í ár stendur sunnlenskum börnum og ungmennum í 5. - 10. bekk til boða að taka þátt í Upptaktinum sem er tónsköpunarverðlaun barna og ungmenna á vegum tónlistarhússins Hörpu.

Ungur nemur, gamall temur

Félag eldri borgara í Hveragerði hefur í haust kastað sér í djúpu laugina með nýjungar á haustmisseri sem nú hefur komið í ljós að var gæfuspor. Stjórnin hafði frá því sl. vor átt í viðræðum við bæjarstjórann um hvort ekki væri hægt að styðja við félagið með að leggja til starfsmann í hlutastarfi á skrifstofu okkar til aðstoðar við skráningar, tölvuvinnslu, almenna upplýsingagjöf ofl. fyrir félagsmenn.

Íbúakönnun landshlutanna - taktu þátt!

Íbúakönnun landshlutanna er nú farin af stað að nýju. Sem fyrr er tilgangurinn að kanna hug íbúa um ýmsa þætti tengda búsetu þeirra með það markmiði að afla gagna um stöðu byggðanna á landinu öllu í þeirri viðleitni að bæta lífs- og búsetuskilyrði á svæðunum.
Getum við bætt efni síðunnar?