2,5% hækkun á gjaldskrá Hveragerðisbæjar
04.01
Frétt
Tilkynning
Í ljósi mikilla umræðna í þjóðfélaginu síðustu daga um hækkanir sveitarfélaga á gjaldskrá þeirra, vill Hveragerðisbær vekja athygli á því að bærinn hefur ákveðið að hækka ekki gjaldskrár sínar um 8% sem væri í takti við verðlagsþróun síðastliðinna tólf mánaða. Samþykkt var samhljóða á bæjarstjórnarfundi 14. desember 2023 að hækkun gjaldskráa yrði eingungis um 2,5%. Var mögulegt að ná þessu fram með góðu samstarfi með starfsfólki bæjarins sem lagði mikla vinnu í að finna leiðir til að ná því fram.
Þannig vill Hveragerðisbær standa vörð um þá þjóðarsátt sem kallað er eftir í þjóðfélaginu og að sína samfélagslega ábyrgð.
Síðast breytt: 4. janúar 2024
Getum við bætt efni síðunnar?