Syndum er heilsu- og hvatningarátak sem er öllum landsmönnum opið. Markmiðið er að hvetja almenning til að hreyfa sig oftar og meira í sínu daglega lífi.
Mánudaginn 30 október milli 8:00 og 18:00 verður unnið að tengingu fráveitu við Bláskóga 9. Tafir geta orðið á umferð en hægt verður að aka beggja vegna að verkstað, þ.e. frá Heiðmörk eða frá Varmahlíð/Hverahlíð.
Eftir 1. nóvember gefst húseigendum tækifæri á að breyta fyrirkomulaginu á sorptunnum hjá sér og verður hægt að óska eftir því á rafrænu umsóknarblaði inni á íbúagátt Hvergerðisbæjar.
Með nýju hringrásarlögunum er sveitarfélögum skylt að breyta fyrirkomulagi sínu við gjaldheimtu vegna sorpmála og að óbreyttu mun eftirfarandi taka gildi um næstu áramót
Hveragerðisbær leitar að starfsmönnum til að sinna félagslegri stoð- og stuðningsþjónustu (félagsleg liðveisla) við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Starfið felur í sér að veita félagslegan stuðning sem miðar einkum að því að rjúfa félagslega einangrun þjónustuþega og hefur það markmið að styðja og hvetja til þátttöku þeirra í félags- og tómstundastarfi o.fl.
Íbúum Hveragerðisbæjar gefst kostur á að senda inn tillögur vegna fjárhagsáætlunargerðar fyrir árin 24-27.
Ábendingar geta snúið að nýjum verkefnum sem bærinn ætti að sinna, verkefnum sem leggja þarf áherslu á í starfsemi og eða tillögur til hagræðingar.
Eftir 1. nóvember næstkomandi verður hægt að óska eftir breytingum á tunnufyrirkomulagi á þar til gerðu eyðublaði inni á Íbúagátt Hveragerðisbæjar.
Á næstu dögum munum við kynna betur þær breytingar sem hægt verður að gera og að auki nýtt fyrirkomulag við gjaldtöku.