Fara í efni

Hvergerðingar á Mannamótum Markaðsstofanna

Mannamót Markaðsstofa landshlutanna var haldið í Kórnum í Kópavogi í gær, 18. janúar. Mannamót eru haldin í janúar hvert ár í þeim tilgangi að ferðaþjónustuaðilar á landsbyggðinni fái tækifæri til að kynna sig og sínar vörur og þjónustu fyrir ferðaþjónustuaðilum á höfuðborgarsvæðinu.

Markaðsstofur landshlutanna eru sex talsins og gegna þær því hlutverki að samræma markaðs- og kynningarmál í ferðaþjónustu, sjá um útgáfumál og beina markaðssetningu í ferðaþjónustu hvers landshluta fyrir sig ásamt fleiru.

Hveragerðisbær er aðili að Markaðsstofu Suðurlands sem er hluti af stoðkerfi ferðaþjónustufyrirtækja og tengdri starfsemi á Suðurlandi.

Fulltrúar Hveragarðsins voru með kynningu á Mannamótum ásamt fleirum frá Hveragerði en Gróðurhúsið, Mega Zipline, Hótel Örk, Hver Restaurant og Iceland Activities voru með borð í Kórnum líkt og sjá má á meðfylgjandi myndum.


Síðast breytt: 19. janúar 2024
Getum við bætt efni síðunnar?