Fara í efni

Bæjarráð harmar uppsagnir á Ási

Mynd/ Hveragerðisbær
Mynd/ Hveragerðisbær

Á síðasta bæjarráðsfundi lagði formaður bæjarráðs í upphafi fundar fram eftirfarandi bókun:

Bæjarráð harmar uppsagnir starfsmanna sem nú eru fram undan hjá Ás dvalar- og hjúkrunarheimili. Alls munu 38 starfsmenn missa vinnuna, þar af 21 íbúi í Hveragerði sem er um 1% vinnandi fólks í bænum. Það er mikið högg fyrir samfélagið og fyrir þá sem fyrir slíku verða. Bæjarráð hvetur forsvarsmenn til að endurskoða uppsagnirnar og hefur bæjarstjóri þegar setið fund með forstjóra Grundarheimila til að koma þeim tilmælum á framfæri.

Bókunin var samþykkt samhljóða.


Síðast breytt: 9. október 2023
Getum við bætt efni síðunnar?