Hvert komumst við á korteri?
21.09
Frétt
Á morgun, föstudaginn 22. september, er bíllausi dagurinn sem er haldinn í tilefni af evrópsku samgönguvikunni sem er frá 16. - 22. september.
Hveragerðisbær hvetur íbúa sína að halda bílum heima við og til dæmis rölta, hlaupa og hjóla í tilefni dagsins.
Í tilefni þess lét Hveragerðisbær útbúa kort sem sýnir hvert er hægt að komast hjólandi eða gangandi á fimmtán mínútum út frá bæjarskrifstofunni. Reiknað er með meðal göngu- og hjólahraða. Einnig bjuggum við til kort sem sýnir ,,æðarkerfi" bæjarins eða stíga innan bæjarins, hvort sem er þeir liggja meðfram götu eða ekki.
Í tilefni bíllausa dagsins er svo frítt í strætó á höfuðborgarsvæðinu og með landsbyggðarstrætó.
Síðast breytt: 21. september 2023
Getum við bætt efni síðunnar?