Lífrænn úrgangur - ný karfa - nýir pokar
Frá áramótum tekur við ný meðferð á lífrænum úrgangi og frá þeim tíma má ekki setja maíspoka í lífræna úrganginn. Ástæða þess er sú að lífræni úrgangurinn fer í moltugerð hjá Gas- og jarðgerðarstöð Gaju á Álfsnesi. Sú stöð tekur ekki við maíspokum þar sem þeir geta valdið vandræðum í vélbúnaði stöðvarinnar.
Hveragerðisbær mun dreifa til allra íbúa nýju flokkunaríláti og bréfpokum sem koma í staðinn fyrir maíspokana.
Börn úr efstu bekkjum Grunnskólans í Hveragerði munu ganga í öll hús frá í Hveragerði á tímabilinu 4. - 8. desember og afhenda körfu og poka. Ef enginn skyldi vera heima þá er skilin eftir miði til að láta vita að búið sé að koma við hjá ykkur. Það verður hægt að sækja körfu og pokana á eftirtöldum stöðum:
Gámasvæðinu Bláskógum
Bæjarskrifstofunni
Bókasafninu í Sunnumörk