Sumarstörf í Frístundamiðstöðinni Bungubrekku
Sumarstörf í Frístundamiðstöðinni Bungubrekku
Starfstímabil á sumarstörfum Bungubrekku er frá lok maí/byrjun júní til lok ágúst.
Möguleiki á að minnka vinnu eða fara í leyfi tímabilið 15. júlí - 5. ágúst
Vinnutími er frá 08:00-16:00 alla virka daga.
Umsækjendur þurfa að vera 20 ára eða eldri.
Frístundaleiðbeinandi - Almennt starf
Frístundamiðstöðin leitar að frístundaleiðbeinendum í almennt starf til þess að starfa á sumarnámskeiðum Bungubrekku. Starfið felur í sér vinnu á námskeiðum og viðburðum með börnum og unglingum á aldrinum 6-12 ára.
Unnið er eftir starfslýsingu frístundaleiðbeinanda sem má finna á heimasíðu Bungubrekku.
Frístundaleiðbeinandi - Hópstjóri yfir sértækum sumarstörfum fyrir 16-20 ára ungmenni
Frístundamiðstöðin leitar að einstaklingi til þess að leiða hóp af ungmennum sem þurfa á sérstökum stuðningi að halda í starfi. Sá hópur er hluti af vinnuskóla Hveragerðisbæjar og felur í sér að ungmennin fái að prófa fjölbreytt störf í samfélaginu. Um er að ræða nýtt starf hjá okkur í Bungubrekku og myndi umsækjandi taka virkan þátt í mótun þessa stöðugildis. Æskilegt er að umsækjandi hafi einhverja þekkingu og/eða mikinn áhuga á því að vinna með einstaklingum með sérþarfir.
Unnið er eftir starfslýsingu frístundaleiðbeinanda sem má finna á heimasíðu Bungubrekku.
Matráður - Yfirumsjón með eldhúsi
Frístundamiðstöðin leitar að matráði til þess að undirbúa og elda hádegismat á sumarnámskeiðum 2024. Helstu verkefni eru:
- Undirbúa heilsusamlegar hressingar og matreiða máltíðir fyrir skjólstæðinga sem samræma gildum sveitarfélagsins sem heilsueflandi samfélag.
- Umsjón með eldhúsaðstöðu og þrifum í samræmi við verkferla starfsins.
- Skipulagning á matseðlum og innkaupum í takt við þarfir starfsins.
- Vinna gegn andfélagslegri hegðun og skapa öruggt umhverfi.
Unnið er eftir starfslýsingu frístundaleiðbeinanda / matráðs sem má finna á heimasíðu Bungubrekku.
Íbúagátt - sækja um hér
Hægt að óska eftir frekar upplýsingum um störfin í gegnum tölvupóstfangið bungubrekka@hvg.is.