Fara í efni

Fréttir

Pétur G. Markan ráðinn bæjarstjóri í Hveragerðisbæ

Pétur G. Markan hefur verið ráðinn sem bæjarstjóri í Hveragerðisbæ. Tillaga þess efnis var samþykkt með fimm atkvæðum meirihluta Framsóknar og lista Okkar Hveragerðis á bæjarstjórnarfundi í dag. Fulltrúar minnihlutans í D-listanum sátu hjá við afgreiðslu tillögunnar.

Þjónustusamningur við Söngsveit Hveragerðis undirritaður

Það var notaleg stemmning í Hveragerðiskirkju í gær þegar Geir Sveinsson bæjarstjóri og Sigrún Símonardóttir formaður Söngsveitarinnar undirrituðu þjónustusamning til milli Hveragerðisbæjar og Söngsveitar Hveragerðis. 

Hveragerðisbær og Hamar semja til þriggja ára

Nýr samstarfssamningur milli Hveragerðisbæjar og Íþróttafélagsins Hamars var undirritaður í gær á aðalfundi félagsins. Megininntak samningsins er tvíþætt og felst annars vegar í rekstrarstyrk til Hamars næstu þrjú árin eða til ársloka 2026 og hins vegar hefur Hveragerðisbær orðið við þeirri ósk Hamars að styðja við launagreiðslur vegna ráðningar framkvæmdastjóra félagsins næstu þrjú árin.
Getum við bætt efni síðunnar?