Lokað á bæjarskrifstofu vegna framkvæmda
Skrifstofa Hveragerðisbæjar verður lokuð vegna framkvæmda dagana 8.-12. júlí næstkomandi en framkvæmdir hefjast þann 4. júlí. Síminn verður áfram opinn þessa daga svo hægt verður að ná sambandi við skrifstofuna á þann veg auk tölvupóstsamskipta.
Efri hæðin verður tæmd og ekki er áætlað að þar verði starfsemi að nýju fyrr en í byrjun september. Hluti starfsmanna mun starfa á neðri hæð hússins í sumar en aðrir heiman frá sér.
Fyrirhugaðar framkvæmdir eru vegna staðbundinna lekavandamála og rakaskemmda sem hafa valdið örveruvexti í byggingarefnum samkvæmt niðurstöðum rannsókna EFLU. Framkvæmdirnar miða að því að komast fyrir leka og fjarlægja rakaskemmt byggingarefni.
Það er fasteignafélagið Reitir sem sér um framkvæmdirnar en félagið er eigandi hússins að Breiðumörk 20 sem hýsir bæjarskrifstofur Hveragerðisbæjar.
Önnur lokun vegna framkvæmdanna verður dagana 29. júlí – 2. ágúst og verður nánara fyrirkomulag tilkynnt þegar nær dregur.
Beðist er velvirðingar á þeirri röskun sem þessar lokanir geta valdið.