Fara í efni

Fréttir

Lífleg dagskrá á 17. júní í Hveragerði

Það stefnir í mikla hátíð í Hveragerði á þjóðhátíðardag okkar Íslendinga á 17. júní í ár. Fastir liðir hátíðardagskrárinnar verða á sínum stað; skrúðganga, hugvekja, fjallkonan, menningarverðlaun Hveragerðisbæjar, ávarp frá forseta bæjarstjórnar og nýstúdents. Þá verða tónlistaratriði frá Söngsveit Hveragerðis, Grétari Örvars og Unni Birnu, Leikfélagi Hveragerðis og Prettyboitjokko auk þess sem Íþróttaálfurinn sýnir listir sínar og spjallar við yngstu kynslóðina.

Þjónustukönnun - Byggðastofnun

Nú fer fram könnun meðal íbúa landsins vegna rannsókna á þjónustusókn sem Maskína framkvæmir fyrir hönd Byggðastofnunar. Niðurstöður munu nýtast í vinnu við eflingu byggða um land allt.

Breyting á innheimtu byggingargjalda

Bæjarstjórn samþykkti á síðasta fundi sínum að gera breytingu á samþykkt bæjarins um byggingargjöld. Helsta breytingin var á 11. grein samþykktarinnar um greiðslu gjalda.

80 ára afmæli lýðveldisins 17. júní

Nú er farið að styttast í þjóðhátíðardag okkar Íslendinga en í ár fögnum við 80 ára afmæli lýðveldisins með pompi og prakt hér í Hveragerði á 17. júní. Dagskráin er klár og vonandi getum við öll notið dagsins saman, á hvaða aldri sem við erum.
Getum við bætt efni síðunnar?