Lífleg dagskrá á 17. júní í Hveragerði
Það stefnir í mikla hátíð í Hveragerði á þjóðhátíðardag okkar Íslendinga á 17. júní í ár. Fastir liðir hátíðardagskrárinnar verða á sínum stað; skrúðganga, hugvekja, fjallkonan, menningarverðlaun Hveragerðisbæjar, ávarp frá forseta bæjarstjórnar og nýstúdents. Þá verða tónlistaratriði frá Söngsveit Hveragerðis, Grétari Örvars og Unni Birnu, Leikfélagi Hveragerðis og Prettyboitjokko auk þess sem Íþróttaálfurinn sýnir listir sínar og spjallar við yngstu kynslóðina.