Fara í efni

Fatagámar: Setjum fötin í lokaða poka!

Að gefnu tilefni viljum við minna fólk á að setja öll föt í lokaða poka áður en þeim er hent í fatagám Rauða krossins. Föt sem skila sér í gáminn án þess að vera í lokuðum poka skapar auka vinnu fyrir starfsfólk áhaldahússins.

Rauði krossinn tekur aðeins við fötum í lokuðum pokum.

 

Með því að gefa textíl til Rauða krossins styður þú við mikilvæg mannúðarverkefni bæði hér heima og erlendis og stuðlar að umhverfisvernd í formi endurnýtingar.

Fatasöfnun Rauða krossins er mikilvægur hlekkur í endurnýtingu á textíl á Íslandi. Árið 2021 söfnuðust 2.300 tonn af textíl. Hluti af fötunum eru nýtt innanlands og annað hvort seld í Rauðakrossbúðunum eða gefin til flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd, en það sem ekki er nýtt innanlands er selt í flokkunar- og endurvinnslustöðvar í Evrópu.

Stærstu samstarfsaðilar Rauða krossins eru Sorpa hf. og Eimskip/Flytjandi. Eimskip flytur fatagáma félagsins milli landshluta og til útlanda á góðum kjörum. Um er að ræða mikilvægan styrk til fatasöfnunarverkefnis Rauða krossins.

Sjá nánar á heimasíðu Rauða krossins hér.

 

Síðast breytt: 17. október 2024
Getum við bætt efni síðunnar?