Fara í efni

Fréttir

Opið fyrir umsóknir í Lóu - nýsköpunarstyrki fyrir landsbyggðina

Opið er fyrir umsóknir í Lóuna og er umsóknarfrestur til og með 4. apríl 2024. Styrkirnir eru nýsköpunarstyrkir fyrir landsbyggðina sem hafa það hlutverk að styðja við eflingu byggða og landshluta með nýskapandi verkefnum. Styrkjunum er aðeins úthlutað til verkefna utan höfuðborgarsvæðisins í þeim tilgangi að styðja við atvinnulíf og verðmætasköpun sem byggir á hugviti, þekkingu og nýrri færni.

Tímamótasamningur um uppbyggingu í ferðaþjónustu

Hveragerðisbær og Reykjadalsfélagið hafa náð tímamótasamningi um viðamikla ferðaþjónustuuppbyggingu á Árhólmasvæðinu í Hveragerði. Samningurinn felur í sér kaup Reykjadalsfélagsins á byggingarrétti og úthlutun lóða ásamt uppbyggingu svæðisins.
Getum við bætt efni síðunnar?