Fara í efni

Liljar Mar nýr forstöðumaður í Bungubrekku

Liljar Mar Pétursson
Liljar Mar Pétursson

Nú nýlega var Liljar Mar Pétursson ráðinn forstöðumaður Bungubrekku. Tók við af Ingimari Guðmundssyni sem fór til starfa hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

Liljar er útskrifaður af tungumálabraut úr FSu og með BA í mannfræði úr Háskóla Íslands. Hóf hann störf  í Bungubrekku strax eftir útskrift og hefur unnið þar síðan. Fyrst í 50% hlutastarfi en síðan í fullu starfi.

Liljar hefur sinnt allskonar verkefnum Í Bungubrekku, m.a. sett upp alla þá verkferla sem unnið er eftir í starfinu í dag. Var fráfarandi forstöðumanni innan handar við að innleiða gæðaviðmiðin í starfi Bungubrekku og að tengja þau við stefnu Hveragerðisbæjar.

Gefum Liljari orðið;

,,Ég er hvað allra stoltastur af því að hafa fengið að bera fulla ábyrgð á því að vinnuskólinn verði settur upp og gangi þegar við fengum vinnuskólann í hendurnar árið 2023.
Mínir draumar eru að halda áfram því framúrskarandi starfi sem fram hefur farið í Bungubrekku undanfarin ár og halda áfram að þróa faglegt frístundastarf.

Ég er fæddur og uppalinn í Hveragerði, hef alltaf búið í Hveragerði og sé ekki fyrir mér að búa neinstaðar annarstaðar. Öll fjölskyldan mín og allir vinir mínir eru hér og hér líður mér best."

 Hveragerðibær óskar Liljari velfarnaðar í starfi og hlökkum til samstarfsins með honum. 


Síðast breytt: 6. september 2024
Getum við bætt efni síðunnar?