Veitur - framkvæmdir við Austurmörk, Reykjamörk og Iðjumörk
Kæru íbúar og aðrir viðskiptavinir
Veitur munu í vikunni hefja framkvæmdir við Austurmörk, Reykjamörk og Iðjumörk. Framkvæmt verður í áföngum. Sá fyrri er við Austurmörk, frá húsi númer 17 að Reykjamörk og við Reykjamörk að Iðjumörk. Austurmörk verður lokuð á meðan því stendur og um tíma þarf einnig að loka fyrir Reykjamörk að hluta. Samkvæmt áætlun tekur þessi áfangi um einn mánuð.
Þá hefst vinna við seinni áfangann sem er í Iðjumörk, en þar er unnið í gangstétt og gatan því opin fyrir bílaumferð á meðan. Þó þarf að þvera Reykjamörk við Iðjumörk í nokkra daga. Áætlað er að þessi áfangi taki um mánuð.
Hjáleiðir verða settar upp þar sem við á og áhersla lögð á öryggi vegfarenda og starfsfólks.
Veitur endurnýja lagnir til að tryggja öllum íbúum nauðsynlega innviði og lífsgæði til framtíðar.
Með kveðju,
starfsfólk Veitna