Listamenn í Varmahlíð árið 2025
Menningar-, atvinnu- og markaðsnefnd Hveragerðisbæjar hefur lokið við úthlutun á dvöl í listamannahúsinu Varmahlíð fyrir árið 2025. Alls bárust 42 umsóknir og var ákveðið að 16 fengju úthlutun.
Afnot af húsinu eru endurgjaldslaus fyrir listamenn en óskað er eftir að þeir kynni listsköpun sína í Hveragerði og efli þannig áhuga á menningu og listum í bænum. Samkvæmt úthlutunarreglum munu þeir listamenn sem fá dvöl ekki vera í forgangi næstu tvö ár eftir dvölina.
Við úthlutun var meðal annars horft til fyrri verkefna umsækjenda, fyrirhuguð verkefni á dvalartíma, tengingu við Hveragerði og fleira.
Eftirfarandi listamenn hafa fengið úthlutun á dvöl í Varmahlíð á árinu 2025:
Ásdís Ingólfsdóttir rithöfundur
Mike Vos myndlistarmaður
María Sólrún Sigurðardóttir handritahöfundur og leikstjóri
Ugla Huld Hauksdóttir kvikmyndagerðarkona
Sara og Saya Nonomura sviðslistakonur og rithöfundar
Ingvar Jónsson rithöfundur og mannræktarmaður
Guðrún Brjánsdóttir rithöfundur og óperusöngkona
Hrefna Lind Lárusdóttir sviðslistar-, myndlistar- og tónlistarkona
Bergþóra Einarsdóttir tónlistar-, textagerðar- og myndbandagerðarkona
Sólbjört Vera Ómarsdóttir myndlistarkona
Róbert Ingi Douglas kvikmyndagerðarmaður
Gregoire Romanet grafískur hönnuður
Paulina Kuhn sýningarstjóri
Elías Helgi Kofoed-Hansen handritahöfundur
Heimir Bjarnason kvikmyndagerðarmaður
Michael McGlynn kvikmyndagerðar-, heimildamyndagerðar- og tónlistarmaður
María Kristín H Antonsdóttir myndlistar- og gjörningakona
Menningar-, atvinnu- og markaðsnefnd Hveragerðisbæjar þakkar fyrir umsóknirnar og áhugann á að dveljast í Hveragerði við listsköpun. Ef þeir listamenn sem hafa fengið úthlutun hafa ekki tök á að nýta sér dvalartímann mun öðrum umsækjendum verða boðið að nýta þann dvalartíma.