Náttúrugöngur auka lífsgæði og vellíðan
Að ganga úti í náttúrunni skapar vellíðan, eykur góða skapið og minnkar kvíða. Við þurfum að gefa okkur að minnsta kosti um 30 mínútur á dag til að vera úti og hreyfa okkur. Í Hveragerði eru fjölmargar skemmtilegar og fallegar gönguleiðir og er tilvalið að fjölskyldan fari í göngu saman eða bara að njóta þess að ganga einn með sjálfum sér og anda að sér fersku lofti.