Fjárhagur bæjarins er í traustum skorðum nú sem fyrri ár en samfelldur hagnaður hefur verið af rekstri samstæðu A og B hluta frá árinu 2012. Rekstur Hveragerðisbæjar er í fullu samræmi við viðmið laga um skuldastöðu og jafnvægi í rekstri.
Kjörskrá fyrir Hveragerði vegna forsetakosninga sem fram eiga að fara 27. júní 2020 liggur frammi á skrifstofu Hveragerðisbæjar, Breiðumörk 20 frá og með 16. júní 2020 til kjördags.
Lífið í Óskalandi er mjög líflegt og skemmtilegt alla daga og sérstaklega á vorin. Hátiðablær ríkir yfir útskriftarbörnum og í ár útskrifuðust 22 börn og bíður þeirra björt og falleg framtíð.
Hengill Ultra Trail lengsta utanvega hlaup á Íslandi fór fram um helgina í Hveragerði. Hlaupið tókst frábærlega í alla staði, skipulagning og umgjörð voru til fyrirmyndar og fengu hlauparar frábært veður.
Starfsmenn vinnuskólans munu starfa að mestu utandyra m.a. við almenn garðyrkjustörf eins og illgresishreinsun, gróðursetningu og þökulögn víðsvegar um bæinn. En einnig munu einhverjir unglingar aðstoða við íþr. og ævintýranámskeið, fótbolta, golf, á leikskólum og fl.
Kötturinn Mongús mun fá annað tækifæri til að bæta ráð sitt og verða sá fyrirmyndarköttur sem hann hefur alla burði til að vera. Saga hans er á margan hátt merkileg og er hér sögð af forsvarsmönnum félagsins Villikettir sem séð hafa um endurhæfingar og betrunarvist hans.
Veitur hafa undanfarið skilgreint mikilvæg verkefni í Hveragerði sem ráðist verður í á næstu tveimur árum. Um 850 milljónum verður varið í þessi verkefni er skapa munu störf bæði á framkvæmda tíma sem og eftir að framkvæmdum lýkur.