Mongús er kominn heim
Tilkynning frá félaginu Villikettir !
Mongús og sagan hans. Hann gerði mörgum lífið leitt í Hveragerði og var alls ekki vinsæll í bænum. Hann er að verða 10 ára og búinn að vera á vergangi í mörg ár, eftir að eigandi hans féll frá. Lífsbaráttan er búin að vera erfið og hörð fyrir Mognús. Hann hefur lengi þurft að bjarga sér um mat og skjól og leitað fanga víða, við misjafnar vinsældir Hvergerðinga. Það voru þó margir sem vissu um aðstæður hans og gaukuðu að honum bita enda Hvergerðingar þekktir sem dýravinir og mikið kisufólk.
Sjálfboðaliðar VILLIKATTA höfðu lengi reynt að ná honum árangurslaust. Nýlega komumst við að því að hann átti sér samastað hjá góðhjörtuðu fólki í Hveragerði sem tók honum vel og gaf honum mat og skjól, hvenær sem hann leitaði eftir því.
Einhverra hluta vegna fannst Mongúsi að hann yrði að stjórna Hveragerðisbæ, merkja í öll horn og stjórna öðrum kisum enda ógeldur. Loksins þegar hann náðist kom í ljós að hann var illa farinn og örþreyttur. Hann var með miklar sýkingar í kinnum, rifinn og tættur í kringum eyru og nef, auk þess sem hann var brotna tönn og sárkvalinn af tannpínu. Nú er Mongús orðinn geldur, bólusettur, ormahreinsaður, örmerktur og búið að fjarlægja tönnina og gera að sárum hans. Hann var hjá VILLIKÖTTUM í mánuð, feldurinn var kembdur mörgum sinnum á dag og hann náði að þyngjast meðan á dvölinni stóð. Þegar Mongúsi fór að líða betur malaði hann sæll, snyrti sig stanslaust og vafðist um fætur manns.
Fólkið sem hafði séð honum fyrir fæði vill veita honum húsaskjól og gera hann aftur að heimiliskisu. Okkur langar að láta á það reyna hvort að Mongús sé ekki til í að verða fyrirmyndar borgari.
Nú er komið að Hvergerðingum að taka við honum og gefa honum séns. Jafnvel bjóða honum eina stroku á húshorni eða harðiskbita. Ef sambúðin gengur ekki þá munum við glöð taka við honum aftur en batnandi kisum er best að lifa. Og allir eiga skilið annað tækifæri.