Eins og fram kom á blaðamannafundi heilbrigðisráðherra, nú rétt í þessu, verður sett á fjögurra vikna samkomubann á landinu frá miðnætti 15. mars næstkomandi.
Bæjarráð ræddi utandagskrár á fundi sínum í morgun um þróun undanfarinna daga á COVID-19 sjúkdómnum. Var það mat bæjarfulltrúa að rétt væri fresta árshátíð starfsmanna Hveragerðisbæjar sem halda átti næstkomandi laugardag eða þann 7. mars á Hótel Örk.
Hveragerðisbær hefur fest kaup á húsinu að Breiðumörk 21 sem áður hýsti starfsemi veitingastaðarins Kjöt og kúnst fyrir 43. m.kr. Húsið hefur verið afhent bæjaryfirvöldum og býður nú nýrrar notkunar.