Hveragerðisbær eignast Kjöt og kúnst húsið
22.02
Frétt
Bæjarstjóri tekur á móti lyklum að Breiðumörk 21 frá fyrri eigendum Ólafi Reynissyni og Önnu Maríu Eyjólfsdóttur.
Hveragerðisbær hefur fest kaup á húsinu að Breiðumörk 21 sem áður hýsti starfsemi veitingastaðarins Kjöt og kúnst fyrir 43. m.kr. Húsið hefur verið afhent bæjaryfirvöldum og býður nú nýrrar notkunar.
Með kaupunum hefur bæjarfélagið tryggt að uppbygging á þessum reit í miðbæ Hveragerðisbæjar verði í takt við áherslur bæjarstjórnar um lifandi miðbæ þó að ákvörðun um endanlega notkun hússins hafi ekki verið tekin.
Á miðvikudaginn 26. febrúar mun verða haldinn íbúafundur þar sem íbúar geta komið fram með hugmyndir um notkun hússins. Eru allir áhugasamir hvattir til að mæta.
Aldís Hafsteinsdóttir
Bæjarstjóri.
Síðast breytt: 27. febrúar 2020
Getum við bætt efni síðunnar?