Fara í efni

Fréttir

Bæjarstjórn mótmælir skerðingu á tekjum

Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar krefst þess að áform um skerðingu tekna Jöfnunarsjóðs verði afturkölluð þegar í stað og mótmælir harðlega þeim áformum fjármálaráðherra og ríkisstjórnar að skerða framlög til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um um það bil 3 milljarða á árunum 2020 og 2021

Bæjarráð fagnar lýðskólum

Bæjarráð fagnar framkomnu frumvarpi til laga um lýðskóla og vonast til þess að með samþykkt laganna verði til grundvöllur sem geri að verkum að þetta skólaform verði almennara og viðurkenndara en verið hefur hér á landi

Þingfundur ungmenna

Þingfundur ungmenna 17. júní 2019

Í tilefni af 75 ára afmæli lýðveldisins þann 17. júní verður haldinn þingfundur ungmenna á aldrinum 13‒16 ára. Markmiðið með fundinum er að gefa ungu fólki kost á að kynna sér störf Alþingis og tækifæri til að koma málefnum sem á þeim brenna á framfæri við ráðamenn þjóðarinnar. Þingfundurinn verður í beinni útsendingu á RÚV og vef Alþingis. Einnig er samstarf við UngRÚV um upptökur og frekari kynningu.

Nánari upplýsingar um þingfundinn og umsókn um þátttöku er að finna á vef forsætisráðuneytisins http://for.is/ungthing

Blóm í bæ - GRÆNA BYLTINGIN

Helgina 14. - 17. júní 2019 verður Garðyrkju- og blómasýningin „Blóm í bæ“ haldin í áttunda sinn. Fyrri sýningar hafa notið mikillar hylli og fjöldi gesta sótt hátíðina heim og notið þess sem í boði var.

Sýningarsvæðið er í alfara leið fyrir ferðamenn, aðeins í um 30 mínútna fjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu.

Fjöldi viðburða verður á sviði garðyrkju, umhverfismála, skógræktar og íslenskrar framleiðslu. Fallegir garðar verða til sýnis, sögugöngur, markaðir, tónlistaratriði og margt, margt fleira.

Hjólum í sumar

Nú styttist í að vinnustaðakeppnin Hjólað í vinnuna 2019 hefjist í sautjánda sinn en að þessu sinni fer keppnin fram frá 8. - 28. maí. Opnað verður fyrir skráningu þann 24. apríl og við hvetjum alla til að skrá sig strax til leiks.

Það er tilvalið að við öll hjólum í skóla og vinnu og stuðlum að vistvænum lífsstíl. Síðan getur fjölskyldan farið saman í hjólatúr saman um helgar.

Getum við bætt efni síðunnar?