Fara í efni

Fréttir

Gönguskíðabraut klár

Hratt var brugðist við fyrirspurnum um troðna gönguskíðabraut í Hveragerði. Einar Lyng hjá GHG og Hafsteinn Davíðsson hjá Kjörís brugðust hratt við bón bæjarstarfsmanna og er búið að troða braut sem byrjar á 6. braut golfvallarins í Gufudal.

Brautin telur um 600 metra og er farinn hringur frá sjöttu flöt og á fjórðu braut að sjöttu og sjöundu og upp með áttundu braut meðfram Varmá og Sauðá að sjöttu flöt aftur.

Þúsund þakkir til þeirra félaga. Nú er tilvalið að skella á sig gönguskíðunum í blíðunni og stunda þessa skemmtilegu vetraríþrótt.

Vinningshafar í jólagluggaleiknum

Fjölskyldan í Dalsbrún 6, voru vinningshafar í jólagluggaleiknum en dregið var úr innsendum lausnum í byrjun janúar.

Hamingjuóskir til fjölskyldunnar.

Verðlaunin gefa Ölverk, Hverablóm, Skyrgerðin og Sundlaugin Laugaskarði

Hækkuðu fasteignamati mætt með lækkaðri álagningu

Álagningarprósentur hafa verið lækkaðar verulega í Hveragerði til að koma til móts við hækkað fasteignamat. Endurspeglar hækkað fasteignamat hversu mjög fasteignaverð hefur hækkað í Hveragerði og þar með hversu mjög verðmæti húseigna bæjarbúa hefur aukist að undanförnu. Bæjarstjórn samþykkti einróma að minnka áhrif þessarar hækkunar og lækka álagningarprósentur fasteignagjalda verulega fyrir árið 2019.

Flokkun úrgangs er forgangsmál

Aukin flokkun úrgangs hefur algjöran forgang í starfi sveitarfélaga á Suðurlandi næstu mánuði, enda er vönduð flokkun forsenda þess að hægt sé að lágmarka magn og kostnað vegna úrgangs sem senda þarf utan til brennslu.

Undirbúningur fyrir útflutning brennanlegs úrgangs frá Suðurlandi er kominn í fullan gang, í framhaldi af því að SORPA hefur hafnað beiðni Sorpstöðvar Suðurlands um tímabundna móttöku úrgangs til urðunar í Álfsnesi. Þessi breytta staða gerir það að verkum að nú verður enn mikilvægara en fyrr að úrgangur frá heimilum og fyrirtækjum á svæðinu verði flokkaður eins mikið og hægt er og komið í endurvinnslu.

Lífshlaupið 6. feb 2019

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands minnir á að Lífshlaupið 2019 hefst 6. febrúar. Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem höfðar til allra landsmanna. Markmið þess er að hvetja landsmenn til þess að fara eftir ráðleggingum embættis landlæknis um hreyfingu hvort sem er í frítíma, vinnu, skóla eða við val á ferðamáta. Í ráðleggingunum segir að börn og unglingar ættu að hreyfa sig í minnst 60 mínútur daglega og fullorðnir ættu að stunda miðlugserfiða hreyfingu í minnst 30 mínútur daglega.

Getum við bætt efni síðunnar?