Sjálfbærar ofanvatnslausnir í Vorsabæ
Við deiliskipulagsgerð í Vorsabæ er sérstaklega hugað að sjálfbærum lausnum í meðferð regnvatns með það að markmiði að skila vatninu beint niður í jarðveginn í stað þess að veita því um regnvatnslagnir út í viðtaka. Þannig er líkt eftir náttúrulegu ferli vatnsins eins og það var áður en byggingarframkvæmdir hófust á svæðinu.