Fara í efni

Upphaf skólastarfs í grunnskólanum

Frá Grunnskólanum í Hveragerði

Tilkynning um upphaf skólastarfs

Fyrsti starfsmannafundur skólaársins verður haldinn 15. ágúst n.k. og hefst hann klukkan 9:00. Nemendur skólans mæti á skólasetningu miðvikudaginn 21. ágúst sem hér segir:

  1. – 3. bekkur kl. 9:00
  2. – 5. bekkur kl. 9:30
  3. – 7. bekkur kl. 10:00
  4. – 10. bekkur kl. 11:00

Nemendur 1. bekkja verða boðaðir í viðtöl með foreldrum sínum dagana 15. - 20. ágúst.

Sumarfrístund !

Sumarfrístund fyrir verðandi 1. bekkinga er í boði dagana 12.-16. ágúst. Hún er opin 8-17 í Bungubrekku, húsnæði frístundaheimilisins Skólasels að Breiðumörk 27a. Nauðsynlegt er að skrá börn í sumarfrístundina með því að senda tölvupóst á skolasel@hveragerdi.is og láta vita hvaða daga barnið kemur, og klukkan hvað. Dagana 19.-21. ágúst verður einnig opið í Skólaseli frá 8 til 17 og þarf að skrá börnin þá daga sérstaklega líka.

Þann 22. ágúst byrjar svo hefðbundin opnun, eða frá því að skóladegi lýkur og til 17.00.

Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá fimmtudaginn 22. ágúst.

Skólastjóri


Síðast breytt: 9. ágúst 2019
Getum við bætt efni síðunnar?