Fara í efni

Nemakort SASS - haust 2019

Upplýsingar um Nemakort SASS sem nemendur af Suðurlandi sem stunda nám á höfuðborgarsvæðinu geta nýtt sér.


Nemendur með lögheimili á Suðurlandi sem stunda nám á höfuðborgarsvæðinu geta keypt sér Nemakort hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga. Kortið gildir eina önn innan svæðis á Suðurlandi og á höfuðborgarsvæðinu.

Nemakortið kostar 90.000 kr. sem leggja þarf inn á reikning Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga. Reikningsnúmer: 586-26-100122 á kennitölu: 480775-0159.

Svona gerir þú:

Fyrst leggur þú inn á reikning Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga. Því næst sendir þú kvittunina og staðfestingu á skólavist á netfangið sass@sass.is ásamt nafni korthafa, kennitölu, heimilisfangi og ljósmynd.

Innan 7 til 10 virkra daga færðu Nemakortið sent í ábyrgðarpósti á lögheimili þitt.

Kveðja,


Síðast breytt: 8. ágúst 2019
Getum við bætt efni síðunnar?